Flóamarkaður Jórukórsins 18. og 19.maí í Tryggvaskála Selfossi

Við Jórur verðum með okkar frábæra Wink Flóamarkað í Tryggvaskála á Selfossi 18. og 19.maí n.k.  Að venju verður allt milli himins og jarðar til sölu á mjög sanngjörnu verði.  Einnig verður boðið upp á kaffi og vöfflur, ásamt ljúffengum kökum sem Jórur munu galdra Wizard fram úr eldhúsum sínum. 

Markaðurinn verður opinn milli 14 - 19 á föstudeginum og milli 10 - 17 á laugardeginum.  Við hvetjum alla sem leið eiga um Selfoss að kíkja inn í Tryggvaskála ( sem er við brúarsporðinn ) og skoða það sem í boði er.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband