12.6.2007 | 08:13
Komin til Danmerkur
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 08:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
6.6.2007 | 23:59
Rúmur sólarhringur til stefnu !!!!
Senn líđur ađ utanferđinni okkar - ađeins rúmur sólarhringur ţar til lagt verđur í hann héđan frá Selfossi. Lokaćfingunni var rétt ađ ljúka og fannst stjórnandanum okkar ađ einhver ferđagalsi vćri kominn í hópinn. Lagt verđur af stađ stundvíslega kl. 3:30 frá hótelplaninu. Sumum karlkyns ferđafélögum finnst óţarflega snemma lagt af stađ og eru fullvissir um ađ ekki verđi búiđ ađ opna flugafgreiđsluna ţegar kórinn mćtir í Keflavík. Ţá kom ábending frá kórkonu ađ hingađ til hefđu karlmenn ekki kvartađ yfir ţví ađ eyđa vornóttinni međ myndarlegum og skemmtilegum konum.
Undirbúningur ferđarinnar hefur veriđ í fullum gangi síđustu daga, bćđi í formi söngs og fjáraflana. Flóamarkađur gekk alveg glimrandi vel. Kórinn er búinn ađ planta 24 ţúsund furuplöntum. Mánudagskvöldiđ 21.maí sundum viđ á Sólheimum í Grímsnesi á vegum líknarfélagsins Bergmáls. Einnig sungum viđ í sjómannadagsmessu í Selfosskirkju á síđasta sunnudag, ásamt ţví ađ sjá um messukaffi á eftir. Í predikun dagsins ţá blessađi séra Gunnar ferđ kórsins og ţá ekki síst heimkomuna. Viđ erum ţví vel undirbúnar.
Ferđaplaniđ er komiđ á hreint og er vćgast sagt mjög spennandi. Ćtlunin er ađ blogga um ţađ hér á ţessari síđu ásamt ţví ađ setja inn myndir. Endilega fylgist međ. Nokkar myndir eru komnar inn - kíkiđ á ţćr.
Menning og listir | Breytt 7.6.2007 kl. 00:02 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 20:58
Flóamarkađur Jórukórsins 18. og 19.maí í Tryggvaskála Selfossi
Viđ Jórur verđum međ okkar frábćra Flóamarkađ í Tryggvaskála á Selfossi 18. og 19.maí n.k. Ađ venju verđur allt milli himins og jarđar til sölu á mjög sanngjörnu verđi. Einnig verđur bođiđ upp á kaffi og vöfflur, ásamt ljúffengum kökum sem Jórur munu galdra fram úr eldhúsum sínum.
Markađurinn verđur opinn milli 14 - 19 á föstudeginum og milli 10 - 17 á laugardeginum. Viđ hvetjum alla sem leiđ eiga um Selfoss ađ kíkja inn í Tryggvaskála ( sem er viđ brúarsporđinn ) og skođa ţađ sem í bođi er.
Menning og listir | Breytt 13.5.2007 kl. 23:45 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2007 | 21:48